Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR eftir Unni Eir) eru hönnuðirnir á bak við Bleiku slaufuna í ár. Hönnun slaufunnar er innblásin af samstöðu og minnir á að krabbamein snertir okkur öll einhvern tíma á lífsleiðinni.
Steinarnir í slaufunni eru ólíkir að forminu til og tákna þannig margbreytileika okkar og þéttan stuðning samfélagsins. Bleiki liturinn er táknrænn fyrir þessa samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.
Verum bleik – fyrir okkur öll.
Takk fyrir stuðninginn.
Með stuðningi við Krabbameinsfélagið gera einstaklingar og fyrirtæki félaginu kleift að veita fólki með krabbamein og aðstandendum þess ókeypis ráðgjöf og stuðning sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa, sinna krabbameinsrannsóknum, fræðslu- og forvarnarstarfi.
Öll verkefni Krabbameinsfélagsins miða að því að koma í veg fyrir krabbamein, fækka þeim sem deyja af völdum krabbameina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra
Þegar þú verslar í vefverslun Krabbameinsfélagsins styrkir þú starf félagsins í þágu þeirra sem greinast með krabbamein og fjölskyldna þeirra.