Þinn stuðningur skiptir okkur öllu máli. Starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á söfnunarfé. Allur ágóði af sölu sokka í Mottumars rennur til vísindastarfs, rannsókna, fræðslu, forvarna og til að veita endurgjaldslausa þjónustu, stuðning og ráðgjöf með námskeiðahaldi og viðtölum við hjúkrunarfræðinga, sálfræðing og félagsráðgjafa.
Rakel Sólrós Jóhannsdóttir og Þórdís Claessen hjá 66°Norður, eiga heiðurinn af hönnun sokkana þar sem brimrót hafsins er í aðalhlutverki.
Sokkarnir fást í tveimur stærðum: 36-40 og 41-45
Efni: 75% bómull, 20% nælon, 5% teygja.
Upp með sokkana! Kynntu þér allt um átakið á mottumars.is
Rakel Sólrós Jóhannsdóttir og Þórdís Claessen hjá 66°Norður, eiga heiðurinn af hönnun sokkana þar sem brimrót hafsins er í aðalhlutverki.
Stuðningur þinn er okkur mikilvægur því öll starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Leggðu okkur lið og taktu þátt í baráttunni gegn krabbameini.