Þinn stuðningur skiptir okkur öllu máli. Starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á söfnunarfé. Allur ágóði af sölu sokka í Mottumars rennur til vísindastarfs, rannsókna, fræðslu, forvarna og til að veita endurgjaldslausa þjónustu, stuðning og ráðgjöf með námskeiðahaldi og viðtölum við hjúkrunarfræðinga, sálfræðing og félagsráðgjafa.
Rakel Sólrós Jóhannsdóttir og Þórdís Claessen hjá 66°Norður, eiga heiðurinn af hönnun sokkana þar sem brimrót hafsins er í aðalhlutverki.
Sokkarnir fást í tveimur stærðum: 36-40 og 41-45
Efni: 75% bómull, 20% nælon, 5% teygja.
Mottumarssokkarnir í ár eru hannaðir af ekkju Svavars Péturs og eiganda Havarí, Berglindi Häsler í samstarfi við Björn Þór Björnsson. Björn hefur undanfarin ár tekið að sér að viðhalda safni myndrænna sköpunarverka sem Svavar Pétur, Prins Póló, skildi eftir sig.
Sokkarnir eru villtir í útliti en á sama tíma vandaðir og er það annað atriði sem á sér samsvörun í höfundarverki Svavars, þar sem ærlegt pönk rann saman við ísmeygilega fágun.
Í ár koma Mottumarssokkarnir einnig í barna-stærðum, 26-30 og 31-35, og kosta 2.900 kr.
Barnasokkarnir eru einungis fáanlegir í verslun og vefverslun Krabbameinsfélagsins.
Í ár bryddum við upp á þeirri nýjung að bjóða upp á þrjár viðhafnarútgáfur af sokkunum. Það kemur til vegna þess að það var hreinlega ekki hægt að velja bara eitt par þegar sokkaprufurnar komu í hús frá þeim Berglindi og Birni. Því eru nú í fyrsta sinn framleiddar sérstakar viðhafnarútgáfur af Mottumarssokknum sem einungis eru fáanlegar í verslun og vefverslun Krabbameinsfélagsins.
Viðhafnarútgáfurnar koma í þremur litum, gulum, bláum og ferskjulituðum í stærðum
36-41 og 42-47.