0

    Karfan er tóm

    Mottumarssokkarnir 2025

    stærð

    Mottumarssokkarnir í ár eru hannaðir af Berglindi Häsler, ekkju Svavars Péturs og eiganda Havarí, í samstarfi við Björn Þór Björnsson (Bobby Breiðholt). Björn hefur undanfarin ár tekið að sér að viðhalda safni myndrænna sköpunarverka Svavars Péturs sem lést úr krabbameini árið 2022. Svavar Pétur var best þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló.

    Hönnunin byggir á kórónunni sem var hans helsta og íkonískasta tákn. 

    Mottumarssokkarnir koma í stærðum 36-41 og 42-47 og kosta 3.500 kr.
    Mottumarssokkarnir koma einnig í barnastærðum, 26-30 og 31-35, og kosta 2.900 kr.

    Barnasokkarnir eru einungis fáanlegir í verslun og vefverslun Krabbameinsfélagsins.

    Efni:

    70% bómull (Cotton)
    28% pólýamíð (Polyamide)
    2% elastan (Elastane)