0

    Karfan er tóm

    Herrasápa frá Urð

    Pungsápan frá URÐ er handgerð úr náttúrulegum hráefnum.

    Markmiðið með sölu á sápunni er að fræða og vekja fólk
    til umhugsunar og um leið styrkja Mottumars.

    Stuðningurinn gerir Krabbameinsfélaginu kleift að veita þeim sem greinast með krabbameini og fjölskyldum þeirra fjölþætta þjónustu án endurgjalds, svo sem einstaklingsviðtöl, sálfræðiráðgjöf, námskeið, fræðslu og ráðgjöf um réttindi.

    Við vonumst til að Pungsápan, veki karlmenn til umhugsunar um mikilvæga þess að þreifa og fylgjast reglulega með líkama sínum.

    Sápan er 100 gr og kemur í taupoka. 

    Eistnakrabbamein er sjaldgæft en er samt algengasta krabbamein ungra karla. Þreifaðu eistun mánaðarlega, þá lærir þú að þekkja þau og finnur fljótt ef einhverjar breytingar verða. 

    ·                   Best er að þreifa eistun strax eftir sturtu því þá er pungurinn slakur 

    ·                   Horfðu á sjálfan þig í spegli, er breyting á lögun pungsins? 

    ·                   Taktu punginn í lófann og finndu stærð og lögun eistnanna 

    ·                   Taktu utan um annað eistað með þumalfingri og vísifingri beggja handa  

    ·                   Rúllaðu eistanu milli fingranna og leitaðu að hnút í eða utan á eistanu 

    ·                   Endurtaktu skoðunina á hinu eistanu