Þinn stuðningur skiptir okkur öllu máli. Starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á söfnunarfé. Allur ágóði af sölu sokka í Mottumars rennur til vísindastarfs, rannsókna, fræðslu, forvarna og til að veita endurgjaldslausa þjónustu, stuðning og ráðgjöf með námskeiðahaldi og viðtölum við hjúkrunarfræðinga, sálfræðing og félagsráðgjafa.
Mottumarssokkarnir 2022 voru hannaðir af Farmers Market og framleiddir af Leistum sem reka Sokkabúðina Cobra.
Sokkarnir fást í tveimur stærðum: 36-40 og 41-45
Efni: 60% bómull, 35% nælon, 5% teygja.