Viðburðurinn Mildi 2025 fer fram í fallegu umhverfi veislu- og viðburðastaðarins Sjálands sem stendur á glæsilegum stað við sjávarsíðuna í Garðabæ, fimmtudaginn 30. október. Þar mynda hafið og róin kjörinn bakgrunn fyrir kvöld fullt af vellíðan, samveru og sjálfsumhyggju.
Markmið viðburðarins er að gefa 100 konum tækifæri til að koma saman, slaka á og næra líkama og sál og í leiðinni láta gott af sér leiða.
Dagskrá og nánari upplýsingar má sjá hér.
Þegar gengið er frá greiðslu er valin sendingarmátinn „Sækja í Skógarhlíð”. Það er hins vegar óþarfi að sækja miða því það verður nafnalisti yfir kaupendur í Sjálandi.
Allir sem að verkefninu koma gefa vinnu sína, og allur ágóði rennur óskiptur til Bleiku slaufunnar.