0

    Karfan er tóm

    Líf ertu að grínast? - 15x15 cm

    Lífið kemur sífellt á óvart - þægilega og óþægilega.

    Það sagði enginn að þetta yrði einfalt!

    Veggspjald úr smiðju Prins Pólóí sérsmíðuðum svörtum ramma með glampafríu gleri og 70% sólarvörn.

    Stærð 15x15 cm.

    *
    Prins Póló var listamannsnafn Svavars Péturs Eysteinssonar. Svavar fæddist árið 1977 og ólst upp í Breiðholti. Hann lærði Grafíska hönnun í LHÍ og fékkst við tónlist, myndlist, ljósmyndun, hönnun og ýmiskonar frumkvöðlastarf og nýsköpun auk þess að stunda búskap austur á fjörðum. Hann var virkur viðburðahaldari og skipulagði fjölmarga tónleika og myndlistarsýningar auk þess að setja upp sýningar með eigin verkum.
    Svavar Pétur lést úr krabbameini haustið 2022, aðeins 45 ára að aldri.