Jólatrén frá finnska fyrirtækinu Lovi eru hátíðleg og tilvalin jólagjöf.
Trén, sem eru úr finnskum birki krossvið, koma í flatri pakkningu og þarf að pússla saman.
Þessar skemmtilegu vörur er einfalt að setja saman, án þess að nota lím eða verkfæri. Vörurnar eru gerðar úr 100% birkikrossvið frá Finnlandi í hæsta gæðaflokki.
Lovi gefur til baka og hefur frá upphafi plantað birkitrjám ríflega til móts við þeirra notkun. Lovi er fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett í Lapplandi.