0

Karfan er tóm

Jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins 2025

Vinningar eru 376 talsins að verðmæti tæpar 67 milljónir króna.  

VINSAMLEGA ATHUGIÐ: sölu lýkur klukkan 12 á hádegi þann 24. desember. Miðanúmer verða send með tölvupósti í síðasta lagi síðdegis á aðfangadag. 

  • Aðalvinningurinn, að verðmæti 5.090.000 krónur er MG4 Electricrafmagnsbíll, frá BL ehf. 
  • Fjörutíu vinningar eru úttektir frá Erninum, hver að verðmæti 500.000 krónur.  
  • Sjötíu og fimm vinningar eru úttektir frá Fjallakofanum, hver að verðmæti 75.000 krónur.  
  • 100 gjafabréf frá Icelandair, hvert að verðmæti 200.000  krónur.  
  • 160 gjafabréf frá Smáralind, hvert að verðmæti 100.000 krónur. 

Vinningarnir eru skattfrjálsir. 

Dregið verður 24. desember og verða vinningstölur birtar hér í lok dags 29. desember og í Morgunblaðinu þann 30. desember. Byrjað verður að greiða út vinninga 12. janúar, 2026.