0

  Karfan er tóm

  Hnúfubakur - veggspjald

  Hnúfubakur

  veggspjald án ramma, 40x50 cm.

  Teikning Benedikts Gröndal (1826-1907) af hnúfubak úr stórvirki hans Dýraríki Íslands.

  Benedikt Gröndal var einn helsti menningarfrömuður Íslendinga á seinni hluta 19. aldar. Faðir hans, Sveinbjörn Egilsson, var kennari við Bessastaðaskóla, þýðandi og annálaður stílisti á íslensku. Benedikt gekk í skólann á Bessastöðum, fór síðan til náms í Kaupmannahöfn og lagði stund á náttúrufræði og tungumál. Hann var nafntogað skáld og rithöfundur, varð fyrstur Íslendinga til að ljúka meistaraprófi í norrænum fræðum, stofnaði Hið íslenska náttúrufræðifélag og kom á fót náttúruminjasafni, auk þess að kenna um árabil náttúrufræðigreinar við Lærða skólann. Hann var mikilvirkur safnari og teiknari og eftir hann liggja tvö stór og glæsileg yfirlitsverk um íslenska náttúru sem bæði hafa verið gefin út, Dýraríki Íslands og Fuglar Íslands.

  Benedikt virðist ekki hafa verið algerlega viss um hvað hvalurinn á myndinni héti og stingur upp á að þetta sé hrefna, sem á sér þær skýringar að hrefnan hefur ljós bægsli. Hins vegar er hér um hnúfubak að ræða.