Handgert silkikoddaver, 50x70 cm
Samstarf IBA by Inga Björk og Krabbameinsfélagsins í tilefni Bleiku slaufunnar 2025.
Silkikoddaverin eru unnin úr 95% silki og 5% teygju. Silki er létt og einstaklega sterkt, náttúrulegt efni. Silki hefur þann eiginleika að kæla í hita og hita í kulda sem gerir það tilvalið til að liggja næst húðinni. Silkiþræðirnir fanga loft á milli sín sem myndar einangrandi áhrif sem hjálpar þannig til við að halda hita þegar kalt er og veita kælingu í hita. Þessi eiginleiki er ástæða þess að silki er þekkt fyrir að veita þægindi bæði í hlýju og köldu umhverfi/loftslagi. Koddaverin eru með áþrykktu mynstri sem er gert í höndunum. Silkið er handleikið með sérstöku prentefni/lit sem myndar einstakt mynstur á hvert koddaver og eru því engin tvö koddaver eins.
Í samstarfi við Krabbameinsfélagið voru gerðar bleikar útgáfur af koddaverinu í tilefni af árveknisátakinu Bleiku slaufunni.