






Hanna frá Jaðri leikur sér með tungumálið í listsköpun sinni. Tvö verka hennar, með viðeigandi áletruninni Takk fyrir konuna, eru nú til sölu í Bleiku búðinni og rennur ágóðinn óskiptur til Bleiku slaufunnar.
Hanna nálgast verk sín með nýtni og útsjónarsemi að leiðarljósi og segir það eiga rætur sínar í uppeldinu í Suðursveit. Hún hefur unnið með alls konar efnivið, en hvað þekktust fyrir textaverk sín sem eru unnin með olíu- og akríllitum á fundinn efnivið. Hanna hefur gert nokkrar útfærslur af verkinu Takk fyrir konuna, en verkin sem Bleika búðin hefur til sölu eru að sjálfsögðu bleik:
Um er að ræða einstakt tækifæri til að styrkja veglega við Bleiku slaufuna og eignast um leið verk eftir Hönnu frá Jaðri.