Sápan er 100 gr og kemur í taupoka.
Eistnakrabbamein er sjaldgæft en er samt algengasta krabbamein ungra karla. Þreifaðu eistun mánaðarlega, þá lærir þú að þekkja þau og finnur fljótt ef einhverjar breytingar verða.
· Best er að þreifa eistun strax eftir sturtu því þá er pungurinn slakur
· Horfðu á sjálfan þig í spegli, er breyting á lögun pungsins?
· Taktu punginn í lófann og finndu stærð og lögun eistnanna
· Taktu utan um annað eistað með þumalfingri og vísifingri beggja handa
· Rúllaðu eistanu milli fingranna og leitaðu að hnút í eða utan á eistanu
· Endurtaktu skoðunina á hinu eistanu