0

  Karfan er tóm

  Sumarhappdrætti 2024

  Vinningar eru að þessu sinni 339 talsins að verðmæti um 67,5 milljónir króna.

  VINSAMLEGA ATHUGIÐ: Miðar sem keyptir eru í vefverslun eru sendir til kaupenda með tölvupósti.

  • Aðalvinningurinn er Mazda MX-30 rafbíll frá Brimborg, að verðmæti um 5,5 milljónir króna.
  • Þrír vinningar eru greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti ein milljón króna.
  • Tuttugu og fimm vinningar eru Trek rafmagnshjól Allant+7 frá Erninum, hvert að verðmæti um 600 þúsund krónur.
  • Þrjátíu vinningar eru úttektir hjá Fjallakofanum, hver að verðmæti 100.000 krónur.
  • Vinningar í formi úttekta hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 200 þúsund krónur, eru 130 talsins.
  • Einnig eru 150 vinningar í formi úttekta hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 100 þúsund krónur. 

  Vinningarnir eru skattfrjálsir. Dregið verður 17. júní.

  VINSAMLEGA ATHUGIÐ: Miðar sem keyptir eru í vefverslun eru sendir til kaupenda með tölvupósti.

  Allt frá árinu 1955 hefur Krabbameinsfélagið staðið fyrir happdrætti sem alltaf hefur fengið góðar viðtökur. Stuðningur almennings og fyrirtækja í landinu gerir allt starf Krabbameinsfélgasins mögulegt, fræðslu og forvarnir, ráðgjöf og stuðning við sjúklinga og aðstandendur og vísindastarf.

  Krabbameinsfélag höfuð­borgar­­svæðisins hefur umsjón með framkvæmd og rekstri happdrættisins og nýtir tekjur af því fyrst og fremst til fræðslu- og forvarnastarfs. Ef allir leggjast á eitt er hægt að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinum þar sem áhættuþættir þeirra eru þekktir.