Vinningar eru að þessu sinni 253 talsins að verðmæti um 52,4 milljónir króna.
VINSAMLEGA ATHUGIÐ: Miðar sem keyptir eru í vefverslun eru sendir til kaupenda með tölvupósti.Vinningarnir eru skattfrjálsir. Dregið verður 17. júní.
VINSAMLEGA ATHUGIÐ: Miðar sem keyptir eru í vefverslun eru sendir til kaupenda með tölvupósti.
Allt frá árinu 1955 hefur Krabbameinsfélagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein helsta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. Fræðsla um krabbamein og krabbameins¬varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir og stuðningur við krabbameinssjúklinga eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið.