Sópur og fægiskófla, frístandandi

13.950 kr

Fægiskóflu- og burstasett á standi sómir sér vel í horni eldhússins. Burstinn er handgerður í Svíþjóð úr hestahárum og olíubornu beyki. Náttúrulegur burstinn sópar auðveldlega upp kuski, sandi eða mylsnu. 

Til að þrífa burstann er best að fjarlægja alla ló og ryk með fingrunum eða gömlum hárbursta. Ef burstahárin hafa tapað lögun sinni mælum við með að bleyta þau í volgu vatni og móta þau meðan þau eru rök - hengið burstann til þerris.

Efni: Beyki, hestahár og plast. 

Stærð: H97.5 x B27.5 x D10 cm