Mottumars sokkar - Áfram Ísland!

2.000 kr
Mottumars-sokkarnir slógu rækilega í gegn í síðasta „Mottumars” sem tileinkaður er baráttunni gegn krabbameinum í körlum.

Við endurvekjum nú sokkastemninguna í tengslum við þátttöku íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í HM 2018 og hófst sokkasalan því á ný föstudaginn 1. júní - takmarkað magn.

Hvort sem þú ert að kaupa þér nýtt sokkapar eða aukapar þá slærðu tvær flugur í sama höfuðið: styður við markvissa baráttu Krabbameinsfélagsins við að ná til karlmanna í áhættuhópum og að skapa fullkomna HM-stemmningu; það horfir einfaldlega enginn á leik án þess að vera í réttu sokkunum!​ 

Sokkarnir fást hér í netversluninni, í móttöku Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 og í eftirtöldum verslunum Bónus:

 • Holtagörðum Reykjavík
 • Spönginni Reykjavík
 • Korputorgi Reykjavík
 • Kauptúni Garðabæ
 • Smáratorgi Kópavogi
 • Ögurhvarfi Kópavogi
 • Helluhrauni Hafnarfirði
 • Langholti Akureyri
 • Larsentstræti Selfossi
 • Fitjum Njarðvík
 • Miðvangi Egilsstöðum

Upp með sokkana!