Mottumars 2019 - Sokkar

2.000 kr

Mottumars sokkar 2019
Þessir glaðlegu Mottumars-sokkar verða seldir 1.-15. mars til styrktar starfsemi Krabbameinsfélagsins.
Í Mottumars vinnur Krabbameinsfélagið að því að auka þekkingu karlmanna á þeim einkennum sem gætu bent til krabbameina, að hvetja þá til að leita tímanlega til læknis ef ástæða er til og nýta sér ráðgjöf og stuðning, bæði sem sjúklingar og aðstandendur. 

2 fyrir 1 (meðan birgðir endast)
Fyrir hvert par sem þú pantar er hér í netversluninni sendum við þér par af sokkunum frá í fyrra í kaupbæti.

Barnasokkar aðeins hér
Í fyrra var mikil eftirspurn eftir sokkum fyrir börn og úr því hefur verið bætt núna. Þeir eru hinsvegar bara til til sölu hér í vefversluninni.

Hönnuðurinn
Mottumars-sokkarnir 2019 eru hannaðir af Önnu Pálínu Baldursdóttur, nemanda í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Anna Pálína bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni skólans og Krabbameinsfélagsins síðastliðið haust.