Poppskál - Lékué

3.400 kr.

Poppskálin frá Lékué hefur slegið í gegn hjá poppáhugamönnum um allt land. Þessi sniðuga skál er úr platínusílikoninu sem Lékué er frægt fyrir en það er einstaklega hitaþolið og alveg laust við eiturefni.

* varan kemst ekki í umslag - veljið annan sendingarmáta. 

Í skálina setur þú einfaldlega baunir eftir þörfum og olíu ef þú vilt. Síðan fer lokið á og skálin í örbylgjuofn í 3-5 mínútur, tíminn fer þó eftir gerð baunanna og örbylgjuofninum. Poppaðdáendur geta nú fagnað því einfaldara verður það varla. 

Skálina er auðvelt að þrífa - hún má fara í uppþvottavél og lítið festist við sílikonið. Einn af kostunum við poppskálina er að það er hægt að poppa þurrt popp án olíu því örbylgjurnar sjá um að poppa baunirnar. Þetta kemur sér vel fyrir þá sem þola ekki mikla feiti eða vilja sleppa henni af öðrum ástæðum.

Uppskriftir og góðar leiðbeiningar fylgja með.

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.