0

  Karfan er tóm

  Kyrr - veggspjald

  Kyrr eftir Kristínu Sigurðardóttur.

  Veggspjaldið er án ramma
  Stærð 50x70 cm.

  Kristín Sigurðardóttir, vöruhönnuður, útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Kristín hefur þar að auki bakgrunn í m.a. textíl og myndlist og hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Hollandi og Shanghai. Hún er í dag búsett í Svíþjóð.

  “Undanfarið hef ég m.a. unnið að hönnunarverkefnum sem snúa að efnisrannsóknum tengdum endurvinnslu og sjálfbærni. Fyrir mig er mjög mikilvægt að geta beint sköpunarþörf minni í margar áttir, og fer það oft eftir skapi hvort henni sé miðlað í gegnum hönnun, myndlist eða tónlist.”

  “Kyrr” er eitt af nýrri verkum Kristínar þar sem leikið er með að færa hefðbundin mótív kyrralífsmynda í nýjan búning. Verkið er unnið með stafrænum aðferðum en byggir á tilraunum með samspil málverka og mynstraðs textíls.