Jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins 2021

2.000 kr

Allt frá árinu 1955 hefur Krabbameinsfélagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. Fræðsla um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir, stuðningur við krabbameinssjúklinga og rannsóknir eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhags­stuðningi við það.

Í jólahappdrættinu fá konur senda happdrættismiða. Vinningar eru 294 talsins að verðmæti rúmar 52 milljónum króna.

 • Aðalvinningurinn, að verðmæti 7.690.000 krónur, er HONDA CR-V Lifestyle 2.0 Hybrid CVT 4WD frá bílaumboðinu Öskju.
 • Þrír vinningar eru greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti ein milljón króna.
 • 130 vinningar eru í formi úttektar hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 200 þúsund krónur.
 • Einnig eru 160 vinningar í formi úttektar hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 100 þúsund krónur.

  Vinningarnir eru skattfrjálsir. Dregið verður 24. desember.

  VINSAMLEGA ATHUGIÐ!

  Þeir viðskiptavinir sem óska eftir að fá miðann sinn sendan með póstinum skulu velja „Happdrættismiði” sem sendingarmáta þegar gengið er frá kaupunum.

  Sendingarmáti