Dansari eftir Hjört Matthías Skúlason.
Veggspjaldið er án ramma
Stærð 50x70 cm.
Allt frá því að Hjörtur flutti til Reykjavíkur frá æskustöðvunum á Rauðasandi í Vesturbyggð til að nema við Listaháskóla Íslands hefur hann fetað sinn eigin veg um órætt landslag sem liggur á mörkum myndlistar og hönnunar.
Verk hans einkennast af náttúrulegum efnum og handbragði fortíðar sem honum hefur tekist að færa til nútímans með nýsköpun sinni og einlægum áhuga á því sammannlega í tilverunni. Hjörtur hefur þróað með sér afar persónulegt myndmál þar sem snertifletir mannlegar hegðunar eru oftar en ekki í aðalhlutverki. Hjörtur hefur að udanförnu verið að vinna saumaða skúlptúra sem eru nokkurskonar dúkkur. Þær vinnur hann út málarastriga, ull og steinleir.
Á meðan heimsfaraldurinn Covid19 hélt okkur í heljargreipum með sínum takmörkunum og einangrun þá kom upp söknuður vina. Söknuður fyrir að eiga góða stund með vinum, lyfta glösum og stíga dans. Dansinn var bannaður í heimsfaraldrinum maður mátti aðeins dansa einn.