STYRKTARVÖRUR

Mottumarsbolur - Jón Gnarr

3.900 kr

Jón Gnarr hefur hannað nýja boli í samstarfi við EYLAND og rennur allur ágóði til Krabbameinsfélagsins og forvarnir gegn krabbameinum fyrir karla.

Um myndina segir Jón: „ Myndin Drengurinn með tárið prýðir bolinn og á hann setti Jón skegg Salvador Dali. „Ég valdi þessa mynd því mèr fannst hún sterk og sýna ákveðna hlið á karlmennsku, kannski mannlegri hlið en yfirleitt.“ Hann segir það mikill heiður að vera beiðinn um þetta. „Krabbamein er sjúkdómur í minni fjölskyldu og gaman að fá svona tækifæri til að leggja baráttunni lið. Við grátum og finnum til, en höldum samt húmor. Og þannig sigrum við,“ segir Jón.

Bolirnir eru unisex og eru úr lífrænni bómull.

EYLAND stefnir að því að framkvæma eitt verkefni á ári sem tengist góðgerðamálum. Fannst Ásu Ninnu Pétursdóttir eiganda og aðalhönnuði EYLANDS kjörið að hefja þetta á Mottumars-bol. Þetta er málefni sem snertir alla og mikilvægt að vekja athygli á þessu, „ við fengum Jón með okkur því hann er svo frábær og með svo fallega lífssýn,“ segir Ása Ninna´.

Það er gaman að segja frá því að Jón Gnarr vann myndina ásamt syni sínum Frosta Gnarr og má því segja að yfirskriftin GNARR X EYLAND eigi sérlega vel við, þar sem Gnarr feðgarnir lögðust á eitt til að styðja við málefnið.

 

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.