STYRKTARVÖRUR

Herra Tré - mottuherðatré

2.000 kr

Heiðdís Inga 21 árs nemi á hönnunarbraut í Tækniskólanum hannaði og lét framleiða mottuherðatréð Herra Tré til stuðnings Mottumars og baráttu Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum hjá körlum.

Herra Tré er frumraun hennar í hönnun en hún hannar undir merkinu Hind og er Herra Tré tileiknað afa hennar, Þóri Þórðarsyni sem lést úr krabbameini í mars 2012.

Heiðdís fékk dyggan stuðning frá ýmsum fyrirtækjum - Brynja, Byko, Slippurinn Akureyri, Oddi, Málning, Litalausnir Málningaþjónusta og Undralandið.

Takmarkað upplag.

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.