STYRKTARVÖRUR

Bleika slaufan 2017

1.000 kr

Öllu söfnunarfé Bleiku slaufunnar 2017 var varið til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Ráðgjafarþjónustan veitir stuðning, fræðslu og ráðgjöf til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra þeim að kostnaðarlausu.

Ása Gunnlaugsdóttir asa iceland hönnuður og gullsmiður hannaði slaufuna en hún bar sigur úr býtum í samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar 2017. Skartgripir asa iceland eru seldir í skartgripaverslunum víða um land og eru þekktir fyrir stílhreina og vandaða hönnun.

Ása hefur víðtæka reynslu í hönnun og smíði skartgripa og hefur starfað sem hönnuður á Íslandi, Finnlandi og í S-Kóreu. Ása lauk MA-prófi í iðnhönnun við University of Art and Design (UIAH) í Helsinki og BA-prófi í gull- og silfursmíðum frá Lahti Design Institute í Finnlandi. Í Finnlandi starfaði hún með námi sem gullsmiður hjá stærsta þarlenda skartgripafyrirtækinu, Kalevala Jewelry. Eftir nám kenndi hún skartgripahönnun við UIAH. Síðar rak hún vinnustofu í Helsinki. 

Samkeppnin fór fram í sjötta sinn í samstarfi Krabbameinsfélags Íslands og Félags íslenskra gullsmiða. Níu tillögur bárust og afar erfitt var að velja úr enda allar mjög metnaðarfullar. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim gullsmiðum sem sendu inn tillögur að Bleiku slaufunni 2017.

Allur ágóði af sölu slaufunnar rennur til Krabbameinsfélagsins.