STYRKTARVÖRUR

Bleika slaufan 2016

1.000 kr

"Bleika slaufan 2016 táknar stuðningsnetið sem mikilvægast er þeim konum sem greinast með krabbamein - fjölskylduna og samfélagið"

Sigurvegarar samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar 2016 voru Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir. Unnur og Lovísa (sjá mynd) voru samhliða í námi og útskrifuðust úr Iðnskólanum í Reykjavík árið 2007.  Að námi loknu störfuðu þær báðar á verkstæðum, Lovísa hjá Carat og Unnur í Meba þar sem hún starfar enn. Báðar hanna þær og smíða undir eigin merki.

"Öllu söfnunarfé Bleiku slaufunnar 2016 verður varið óskertu til endurnýjunar tækjabúnaðar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini. Ávinningur af endurnýjuðum tækjabúnaði er margþættur og má þar nefna minni geislun og minni óþægindi við myndatökur, aukið öryggi við greiningar og hagræði vegna lægri bilanatíðni og sparnaði við viðhald tækja."

Í fimmta sinn héldu Krabbameinsfélagið og Félag íslenskra gullsmiða samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar. Krabbameinsfélagið telur mikinn hag í því fyrir báða aðila að hönnun Bleiku slaufunnar sé í höndum íslenskra fagmanna. Sú hefð sem skapast hefur með samstarfinu og framleiðslu slaufunnar er einstök í heiminum, fjölmargir safna slaufunni ár frá ári og hróður íslenskra hönnuða berst langt úr fyrir landssteinana.

Allur ágóði af sölu slaufunnar rennur til Krabbameinsfélagsins.