STYRKTARVÖRUR

Bleika slaufan 2015

1.240 kr

Erling Jóhannesson gullsmiður hannaði Bleiku slaufuna 2015. Erling hefur starfað að mestu sjálftætt við gullsmíði frá því hann útskrifaðist árið 1983 frá Iðnskólanum í Reykjavík, þó tímabundið á verkstæðum í Reykjavík og hjá Georg Jensen í Danmörku. Frá hausti 2014 hefur Erling hefur rekið verslun og gallerí í Aðalstræti 10. Samhliða gullsmíði hefur Erling starfað sem leikari og leikstjóri.

Þetta segir Erling um slaufuna;

“Þessi slaufa er lítið samfélag, samfélag sem stendur með þér, heldur í hönd þína þegar þegar á bjátar.”

Þetta var í fjórða sinn sem Krabbameinsfélagið og Félag íslenskra gullsmiða héldu samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar. Krabbameinsfélagið telur mikinn hag í því fyrir báða aðila að hönnun Bleiku slaufunnar sé á höndum íslenskra fagmanna. Sú hefð sem skapast hefur með samstarfinu og framleiðslu slaufunnar er einstök á heimsvísu, fjölmargir safna slaufunni ár frá ári og hróður íslenskra hönnuða berst langt úr fyrir landssteinana.

Allur ágóði af sölu slaufunnar rennur til Krabbameinsfélagsins.