STYRKTARVÖRUR

Bleika slaufan 2013

1.000 kr

Bleika slaufan 2013 var hönnuð og smíðuð af þeim Ástþóri Helgasyni og Kjartani Erni Kjartanssyni, gullsmiðum hjá Orr.

Svona lýsa hönnuðirnir slaufunni;

„Form hennar myndar tákn óendanleikans sem umlykur steinana í miðju. Hún minnir okkur þannig á að óendanlegur kærleikur okkar hvert í annars garð er dýrmætasta umgjörðin um lífið og mikilvægi þess að við stöndum þétt saman þegar erfiðleikar steðja að.“

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Allur ágóði af sölu slaufunnar rennur til Krabbameinsfélagsins.