STYRKTARVÖRUR

Bleika slaufan 2008

1.000 kr

Bleika slaufan 2008 var hönnuð af Hendrikku Waage en Hendrikka hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir skartgripahönnun sína.

„Mér finnst það frábært tækifæri að fá að taka þátt í þessu verkefni og að endurhanna þessa víðfrægu slaufu. Baráttan gegn brjóstakrabbameini er barátta sem kemur okkur öllum við og því vildi ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að söfnunin gangi sem best,“ segir Hendrikka.

Skartgripir Hendrikku Waage fást um allan heim, allt frá Japan til Íslands, og hafa vörur hennar birst í Vogue, Elle, Hello og The Times, auk annarra þekktra tímarita og dagblaða.

Allur ágóði af sölu slaufunnar rennur til Krabbameinsfélagsins.