Mottumars

Vikingr Verja No.1 skeggolía 30 ml.

2.990 kr

Verja No. 1 er skeggolía og fyrsta varan frá Vikingr. Í Verju sameinast kaldpressuð íslensk repjuolía og virkar norrænar ilmkjarnaolíur svo úr verður karlmannleg og nærandi skeggolía sem tryggir heilbrigt og fallegt skegg. Með Verju segir þú skilið við óþægindi á borð við skeggkláða, skeggflösu og þurrt og brothætt skegg.

„Frá því ég hóf að rækta mikið og fallegt skegg hef ég glímt við skeggkláða. Þannig kom hugmyndin að Verju bæði af áhuga og nauðsyn. Ég varð ekki sáttur fyrr en ég hafði búið til vöru sem sló á kláða og óþægindi, ekki bara í smá stund heldur einn til tvo daga í senn. Hinn ferski og karlmannlegi ilmur er bónus fyrir mig en hann hefur fengið konuna til að hætta að efast um skeggvöxtinn og kúra sig þess í stað upp við furuilminn.“ - Þór

Áhugavert: Kaldpressuð repjuolía er svo rík af E-vítamíni að hún þarfnast engra viðbættra rotvarnarefna. Það er markmið Vikingr að bjóða upp á eins ferskar, náttúrulegar og vandaðar vörur og mögulegt er því við vitum hvað skeggið þitt er mikilvægt.

Leiðbeiningar: Setjið fáeina dropa í lófann, nuddið saman höndum og nuddið olíunni í skeggið með því að renna höndunum upp á við í gegnum skeggið. Dreifið vel. Nærið húð og skegg, hrindið burt óhreinindum, veðri og minni stríðsmönnum, dáist að fullkomleika skeggsins í spegli, sigrið lönd og óvini eftir þörfum.

Innihald: Kaldpressuð repjuolía frá Þorvaldseyri, furuolía, rósmarínolía, vallhumalsolía.

Vikingr fór af stað í desember 2014 þegar æskuvinirnir Þór og Óðinn ákváðu að láta hugmynd sína um skeggvörur byggðar á norrænum hefðum verða að veruleika. Í Vikingr vörunum er eingöngu notast við náttúruleg hráefni frá Norðurlöndunum og var hugmyndin að gera einfaldar vörur án allra aukaefna, sem víkingarnir hefðu sjálfir getað búið til. Við erum hluti af menningarheimi með yfir þúsund ára sögu skeggvaxtar og skegghirðu og með Vikingr viljum við færa þá sögu til nútímans.

Magn: 30 ml.

Mjög mikið er að gera í netverslun Krabbameinsfélagsins í Bleikum október og biðjum við ykkur því að hafa í huga að afgreiðslutími er lengri en venja er.
Takk fyrir.