Jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins 2022

Í jólahappdrættinu fá konur senda happdrættismiða. Vinningar eru 269 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónum króna.

VINSAMLEGA ATHUGIÐ: Miðar sem keyptir eru í vefverslun eru sendir til kaupenda með tölvupósti.

  • Aðalvinningurinn, að verðmæti 5.990.000 krónur, er 100% rafmagnaður Aiways U5 Premium frá bílaumboðinu Vatt.
  • Þrír vinningar eru greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti ein milljón króna.
  • Tuttugu vinningar eru Trek rafmagnshjól Allant+7, 2022, hvert að verðmæti 529.990 kr.
  • Vinningar í formi úttekta hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 200 þúsund krónur, eru 110 talsins.
  • Einnig eru 135 vinningar í formi úttekta hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 100 þúsund krónur.

Vinningarnir eru skattfrjálsir. Dregið verður 24. desember.

VINSAMLEGA ATHUGIÐ: Miðar sem keyptir eru í vefverslun eru sendir til kaupenda með tölvupósti.

Fleiri vinningar – meiri vinningslíkur!

Vegna mistaka misritaðist heildarvinningsupphæðin og fjöldi vinninga á happdrættismiðanum. Á að vera 55.089.800 kr. ekki 53.589.800 kr. og heildarvinningafjöldi er 269 en ekki 254. Þessi mistök okkar eru kaupendum í hag.

Allt frá árinu 1955 hefur Krabbameinsfélagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. Fræðsla um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir, stuðningur við krabbameinssjúklinga og rannsóknir eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhags­stuðningi við það.