Stílhreint duft-slökkvitæki sem hentar frábærlega fyrir lítil rými.
Slökkvigeta tækisins er sú mesta í samanburði við önnur tveggja kílóa tæki. Það er sérstaklega hannað fyrir smærri rými og hentar vel til að slökkva minniháttar elda.
Tækið er fallega myndskreytt og því fylgir veggfesting og leiðbeiningar. Hægt er að fylla á tækið hjá viðurkenndum þjónustuaðilum slökkvitækja.
Flokkar bruna: ABC - sjá nánar á vef HMS
Gerð: Dufttæki
Slökkvigildi: 13A 89B C
Merking: CE-merking
Þyngd innihalds: 2 kg
Heildarþyngd: 3,5 kg
Mál: 36 cm á hæð, 12,5 cm breidd
Litur: Hvítt / svart
Aukahlutir: Veggfesting