0

  Karfan er tóm

  Lúlla dúkka frá Róró

  Color
  Lulla Lilac - fjólublá
  Lulla Sky - ljósblá
  Lulla Coral - bleik

  Börn sofa betur, líður betur og eru örugg með Lúllu sinni 

  Lúlla er silkimjúk tuskudúkka, gerð úr bómull, sem líkir eftir nærveru við aðra manneskju. Inni í henni er tæki sem spilar upptöku af hjartslætti og andardrætti móður í slökun.

  Hugmyndin að Lúllu er byggð á niðurstöðum fjölmargra rannsókna á sviði heilbrigðisvísinda. Rannsóknir sýna að andardráttur og hjartsláttur er jafnari þegar ungbörn finna fyrir nærveru foreldra sinna, þeim líður almennt betur, þau hvílast betur og sofa lengur. Þetta verður aftur til þess að allur taugaþroski eflist. Aukin vellíðan barna og betri svefn hefur einnig jákvæð áhrif á foreldra. Þannig verður til jákvæð hringrás þar sem hver þáttur styður við annan.  

  Upphaflega var Lúlla ætluð ungbörnum. Við þróun var þó sérstaklega hugsað til fyrirbura og veikra ungbarna sem upplifa skerta nærveru og þurfa að liggja ein yfir nætur á spítala, en dúkkan á þá að virka eins og nokkurskonar staðgengill foreldra. Þessi börn eru líka viðkvæmustu einstaklingarnir og þurfa á mestum stuðningi að halda.  En Lúlla hefur slegið í gegn hjá börnum upp í leikskólaaldur og hefur komið sér vel þegar skipta á um rúm eða byrja í hvíld á leikskólanum. Einnig hefur Lúlla reynst börnum með ADHD vel. Þá hefur Lúlla gagnast vel fólki sem glímir við Alzheimer sjúkdóminn.