börn

Múmínálfarnir á hálendi Íslands

3.290 kr.

Þessi Moomin bolli var sérstaklega gerður fyrir Ísland. Ferlið við gerð bollans var flókið þar sem ekki er leyfilegt að teikna nýjar myndir inní Moomin safnið og höfundur Moomin, Tove Jansson, er látin. Það þurfti því að finna myndir sem höfðu þegar verið teiknaðar af henni og setja saman í mynd sem minnir á Ísland. En það hafðist að lokum fyrir utan norðurljósin en Tove hafði aldrei teiknað þau. Eftir mikla leit fannst hrím á glugga sem tókst að stækka upp svo það minnir á norðurljósin. Á bollanum eru Moomin-álfarnir í fótabaði í heitri laug undir norðurljósahimni.

Emeleraður bolli, framleiddur úr léttu og sterku matvælastáli sem gerir hann einstaklega endingargóðan. Stálbollarnir eru hentugir fyrir útiveru, í fjallgöngur og útilegur en líka góðir til að hafa í vinnunni eða bara heima við.

Bollarnir mega fara í uppþvottavél
2,5 dl

Stærri bollann má sjá hér