Dalalæða,bleik silkislæða með listaverki Gjörningaklúbbsins.
„Slæða, þessi sakleysislegi og léttleikandi efnisbútur, getur einnig verið hápólitískur, allt eftir því hvernig og í hvaða samhengi hún er notuð. Við köllum eftir uppreisn slæðunnar, hún er töff og tengir okkur konur systraböndum, það messar til dæmis enginn við Dalalæðuna” segir Gjörningaklúbburinn um verkið.
Slæðan er framleidd af Saga Kakala í tilefni Bleiku slaufunnar 2024.
Takmarkað magn.
Efni: 100% tvill silki
Stærð 65x65 cm
Þvottaleiðbeiningar: Skolið í köldu vatni eða setjið í þurrhreinsun.