Haustlaukakassar Eldblóma

Haustlaukakassi Eldblóma !

Verkið “Eldblóm - dansverk fyrir flugelda og flóru” eftir Siggu Soffíu opnaði á Listahátíð í Reykjavík 2020. Blómin blómstruðu allt sumarið í Hallargarðinum við tjörnina. Hana langaði að gefa fólki tækifæri á að rækta sýna eigin flugeldasýningu heima og fá þannig brot af listaverkinu til sín og úr varð verkefnið Eldblóm - ræktaðu flugelda, kassar með fræjum og laukum af blómum sem hafa skemmtilega baksögu.
Japanska orðið yfir flugelda er Hanabi, “Hana” þýðir eldur og “bi” blóm - þeir tala því ekki um flugelda, heldur eldblóm.
Flugeldar eru innblásnir af ákveðnum tegundum blóma m.a. dalíum, krísum, liljum og bóndarósum sem voru hluti af blómainnsetningunni. Nánast allir flugeldar sem við Íslendingar sprengjum á gamlársdag eru eldblóm, skotið myndar stilk og út springur blóm.

Lítil fyrirhöfn - ekkert vesen

Innihald kassans: 

20 stk af mismunandi haustlaukum

 - tvær tegundir bleikra páskalilja sem eru í óvanalegu formi
 - tvær tegundir túlípana í bleikum tónum
 - Parrot túlípanar
 - stærri late-blooming túlípanar

Haustlaukarnir hafa verið valdir útfrá útliti og blómgunartíma en þeir munu springa út í fyrirfram ákveðinni röð. Þú velur skjólgóðan, sólríkan stað og setur þá niður sem fyrst. 15 cm niður og 3 cm á milli lauka.

Forsala - sendingarkostnaður er innifalinn í verðinu!

Settu inn heimilisfangið og kassarnir verða afhentir um mánaðamót september/október 2022.

Allur ágóði af bleika kassanum rennur til Bleiku slaufunnar, Krabbameinsfélagsins

Meiri upplýsingar á  www.eldblom.is