0

  Karfan er tóm

  Bubble gum - veggspjald

  Bubble gum eftir Berglindi Rögnvaldsdóttur.
  Veggspjald án ramma
  50x70 cm

  Berglind Rögnvaldsdóttir ljósmyndari hlaut 1. sæti í samkeppni Paper Collective og Epal með verkin Nature is Female og Bubble Gum. 

  Berglind Rögnvaldsdóttir (f.1985) ljósmyndari er fædd og uppalin í Reykjavík, en hefur starfað sl. 7 ár í Osló. Eftir útskrift frá Bilder Nordic school of Photography árið 2018 hefur Berglind tekið þátt í stórum listahátiðum í Noregi; Collective Fashion Art, Fushion Oslo og Nordic Light Festival. Berglind hefur á sínum ferli mikið unnið með verk tengd konum og hvernig samfélagið kyngerir og hlutgerir þær frá unga aldri. Verk hennar hafa ákveðið kvenlegt yfirbragð, og feminíska rödd. Einnig notar hún náttúruna sem myndlíkingu til að mæta kynjapólitík samtímans.

  Um verkin frá Berglindi:

  “Verkin sem ég vann fyrir Epal & Paper Collective keppnina eiga það sameiginlegt að snúa að hlýnun jarðar og hlutgervingu kvenkyns líkamanns. Innblásturinn kom frá íslensku náttúrunni og kommentakerfinu á samfélagsmiðlum. Við mannfólkið erum að eyðileggja jörðina, sem við oftar en ekki köllum ,,móðir náttúru” og tölum um í kvenkyni. Samlíking sem í nútíma vestrænum heimi á rætur sínar að rekja í okkar kerfisbundna og inngróna feðraveldi. Þetta hefur bæði kynferðislega og kúgandi tengingu, ýtir undir áframhaldandi umhverfiseyðingu og nauðgunarmenningu og má rökræða að sé einkar lýsandi fyrir samband samfélags okkar við annars vegar náttúruna og hinsvegar kvenkyns líkamann. Þetta hefur sömuleiðis sterka tengingu við þá hugmynd að konur séu enn þann dag í dag ,,lægra settar“ og eitthvað sem eigi að leggja undir sig, rétt eins og náttúran sjálf sem er ávallt gengisfelld og látin víkja fyrir óþrjótandi frekju mannkynsins með tilheyrandi óhugnalegum afleiðingum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Verkin eru unnin úr samsettum ljósmyndum af landslagi og nærmyndum af kvenkyns líkamanum. Þar sem þau eru hlutgerð og sameinuð í eina heild, sem deilir sama ákalli um hjálp."