ALLAR VÖRUR

Fluguarmbönd - Hring eftir hring

3.900 kr

 

Flugu-armböndin eru búin til á fluguhnýtingarversktæði Jóns Inga og Som í bænum Mae Sot í Tælandi en bærinn liggur við landamæri Myanmar og Tælands. Atvinnutækifæri fólksins í Myanmar eru sorglega fá og aðgengi að menntun því miður einnig. Sem betur fer hefur þó Shine Lin Oo fengið vinnu við skartgripagerðina ásamt teyminu okkar og hann hefur umsjón með teyminu og skartgripagerðinni.
Steinunn Vala skapaði flugurnar og flugulínuna í heild fyrir Hring eftir hring og fór sú vinna fram á Íslandi en hún á góðar minningar úr æsku, tengdar fluguhnýtingum.

Stærð: armbandið er stækkanlegt og passar all flestum.

Efni: 14/20K gullhúðað rör, akrýlþráður og annað fluguhnýtingarefni eins og fjaðrir, ull og þráður.

Handgert: í Mae Sot, Tælandi.

* Flugu armband Autt
Þetta armband er án flugu. Það má líta á það sem autt blað, tómt rými, pásu eða nýtt upphaf.
Karaktereinkenni: hún/hann er frjáls, óháður, opinn, friðsæll.

* Flugu armband Listamaðurinn
Karaktereinkenni: hún/hann er listrænn, tilfinningarnæmur, frjáls, trúr sjálfum sér. 

* Flugu armband Trúðurinn
Karaktereinkenni: hún/hann er heimspekingur, uppistandari, skemmtilegur, margslunginn. 

* Flugu armband Silfurrefurinn
Karaktereinkenni: hann/hún er sjarmerandi, þægileg, skemmtileg, aktív, frjáls.