ALLAR VÖRUR

Ávaxta- og grænmetispokar - The Organic Company

1.090 kr

Margnota pokar frá The Organic Company úr GOTS* vottaðri lífrænt ræktaðri bómull.

Pokarnir eru frábærir fyrir grænmeti, ávexti og aðra matvöru.

Ímyndaðu þér allar aðstæður þar sem þú notar einnota plastpoka og veltu fyrir þér spurningunni, get ég notað svona léttan margnota poka í staðinn?

Stærð 30 x 40 cm

*GOTS staðallinn á ekki einungis að tryggja að allur efniviður sé lífrænt ræktaður heldur einnig að alþjóðleg réttindi verkamanna séu virt og að engin eitruð, krabbameinsvaldandi eða mengandi efni séu notuð við framleiðsluna.